Þær systur úr hagfræðinni Neysla og Framleiðsla

Sem manneskjur lifum við ekki án vonar. Þegar okkur skortir ástæðu til að lifa, burt séð frá þeim hvötum sem líffræðin hefur þróað með okkur í árþúsundir, fer mannskepnan niður á það stig tilverunnar sem dýr lifa, þar sem matur, þægindi og mökun er eina sem máli skiptir.  Andstæðan við þetta er hin ótrúlegu menningar samfélög sem upp hafa risið í mannkynssögunni sem hafa orðið til vegna tveggja aðgreindar forsendna, einhverra auðlinda og tækni til að nýta þær. Útkoman var og er efnisleg velmegun. Sem aftur varð til þess að markmið voru sett til bæta og létta líf þegnana til að vinna á óumflýjanlegum erfiðleikum og hindrunum sem lífsbarátta þeirra snerist um. Ef annað hvort þessara skilyrða skortir snýst lífið um eigingjarna baráttu, ef bæði skilyrðin skortir er lífsbaráttan vonlaus.

Umbætur í sögulegu ljósi. Það ræðst af  félagslegri þróun, að sérstakur hópur einstaklinga stígur fram með loforð um umbætur efnislegra skilyrða og setur fram markmið hvernig veita á lífsorkunni útrás. Ef þessir einstaklingar geta sett fram trúverðuga stefnu, eru þeir líklegir að rísa upp sem leiðtogar samfélagsins vegna þess að hópurinn er samþykkur að fylgja einstaklingnum. Í mörg þúsund ár voru þessir einstaklingar bestu veiðimenn ættbálksins sem deildu út bestu bitum bráðarinnar og sögðu bestu sögurnar af aflabrögðum og veiðilendum. Eftir því sem tækni við fæðuöflun,  framleiðslu og stríðsrekstur þróaðist, tóku kóngar umkringdir hirð, stríðsherrar og prestar sér yfirvald. Trúarleiðtogar, og höfðingjar, venjulega eigendur stórjarða, skiptu með sér valdi. Á síðastliðnum tveimur öldum eða svo hafa hinsvegar kaupmenn og framleiðendur risið upp á topp félagslega píramídans.  Það eru tveir hópar einstaklinga sem í dag krýnast þessum leiðtogatitlum einskonar framfærendur eða útdeilendur efnislegra og andlegar gæða. Fyrst má telja vísindamenn, sem gefa von um lengra og heilsusamlegra líf, útþenslu út fyrir sólkerfi okkar, og endanlega stjórn yfir dauðlegum og ódauðlegum efnum. Í seinni og stærri hópunum eru menn og konur í viðskiptum, úrval af fólki með þekkingu sem haslað hefur sér völl,  sem áður var varinn af ættgöfgi og klerkastétt. Þeir sem ekki eru innan raða seinni hópsins eru engu að síður tilbúinn að gefa einstaklingum innan hópsins vald og auð. Vegna þess þau trúa því að samfélagið sem heild hafi hag af viðleitni þeirra.

 Viðmið velmegunar. Á síðastliðinni öld hafa viðskiptajöfrar staðhæft, og haft nokkuð til síns máls, að með því að leyfa markaðsfrelsi laust við félagsleg og pólitísk höft, myndu lífsgæði allra batna. Sagan hefur sumstaðar sýnt að lífsgæði hafa batnað,  en ekki allstaðar. Við  lýtum á þær tvíburasystur úr hagfræðinni, framleiðslu og neyslu, sem viðmið velmegunar.  Ef neysla eða framleiðsla dregst saman þó ekki nema um brot úr prósentu er flaggað á mörkuðum og fjárfestar reyna að verja sig og leita skjóls. Í dag skiptir ekki máli hvort stofnanir opinberar sem hálfopinberar skili góðri þjónustu, heldur verður arðsemi að mæta væntingum fjárfesta og eigenda.  Hagnaðarhlutfall sem áður var ein stafa tala verður nú að vera nær tuttugu en tíu prósentum af eigin fé. Auðvitað er þetta ekki viðskiptalífinu einu að kenna. Samfélagið allt hefur þróað með sér græðgi, bragð af hæstu mögulegu ávöxtun, á sem skemmstum tíma.

 Hamingjan og valið Áður fyrr, vænti fólk ekki hamingjunnar á fjármálamörkuðum. Forfeður okkar lögðu metnað sinn í vinnu sína, fundu öryggi í landi sínu, búsmala og aflafeng,  eygðu von í trú sinni, og sóttu huggun hjá fjölskyldu og samfélaginu sem þeir lifðu í. Sá ágóði sem fékkst með skynsamlegri fjárfestingu var aðeins ánægjuleg blessun. En í dag er það álitið alltof mikil áreynsla að leggja rækt við vinnuna, fjölskylduna og samfélagið, það er miklu auðveldara að sjá hlutabréfin margfaldast. Þá er aðeins eftir að spyrja hvaða einstaklingar það eru sem almenningur treystir til að skipta kökunni í framtíðinni? Verða það stjórnmálamenn, kaupsýslumenn eða vísindamenn?  Er valið okkar?

   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband