Hey þú! ég er að tala við þig!

Þegar vandamál steðja að er mikilvægt að tileinka sér lausnarmiðaða hugsun og finna út leiðir til að leysa málin. Ef þú býrð við vandamál þá er lausnin yfirleitt ekki langt undan. Vandamálin sem leið-togar í Reykjanesbæ, og reyndar Íslandi öllu, búa við í dag eru flókin og síbreytileg . Þau eru mörg samtengd og á þeim eru ekki einfaldar lausnir, þar sem forysta um að leysa þau sekkur oft í fen kúltúrs sem fylgjandi er óbreyttu ástandi, viðurkennir ekki og aðlagast ekki breyttum aðstæðum og hvetur til stöðnunar: Inn á milli dvelja svo einstaklingar í algerri sjálfsblekkingu um eigið ágæti.

Viðhorfshörðnun

Það má tala um skeytingarleysi þar sem fastmótaðar hugmyndir, stöðnuð viðhorf og ákvarðanataka íþyngjandi af fyrirfram gefnum forsendum og óraunhæfum væntingum ráða ferðinni. Leiðtogar sem vilja láta taka mark á sér í framtíðinni þurfa að nálgast vandamálin á aðgætin hátt; með þekkingu sem einu sinni var ákvörðun einhvers, með skilningi á að hlutir og aðstæður eru síbreytilegar og að meðvitund um að ólík sjónarmið hjálpa okkur að sjá hlutina í nýju ljósi. Aðgætin forysta getur bætt til muna hvernig árangri leiðtogar skila og hvaða hlutverk þeir leika í að forma og koma á stefnu til að leiða okkur úr aðstæðum sem við búum við í dag.

„Mistök eru lykillinn að því að vera í nútíðinni“ sagði einhver og hélt áfram „við þurfum að gera mis-tök vegna þess að þau afhjúpa tækifærin sem við annars væru ómeðvituð um“. Mistök í einu sam-hengi gætu verið ávísun á velgengin í öðru. Við erum summan af teknum ákvörðunum okkar.

Gerðu eitthvað í málinu

Þátttaka eða félagsauður hefur verið nokkuð tíðrætt síðustu vikurnar. Í ljósi þess þurfum við öll að taka okkur á því mestu áhrifin á framtíðina eru í okkar höndum. Endurreisn Ísland hefst ekki í sölum Alþingis eða bæjarstjórnar Reykjanesbæjar heldur heima hjá okkur, þar sem hugmyndir að breyt-ingum verða fyrst til. Ég og þú verðum að taka þátt í að skapa framtíð okkar með þeim sem eru að því nú þegar. Við þörfnumst þín! Það er ekki nóg að bölva öllu og öllum og setjast síðan fyrir framan imbakassann og sætta sig við kyrrstöðuna.

Ný forysta nýir leiðtogar

Leiðtogar verða að hvetja til þátttöku, umfram hið augljósa, til að tækla vandamál og leita leiða að fjölbreytni, virkni og nýsköpun sem verður að liði við lausn þeirra vandamála sem steðja að okkur. Forysta er ómissandi en „hitamælandi“ leiðtogar, sem reyna að haga stefnu sinni eftir hitastigi almennrar umræðu, hafa haft áhrif of lengi. Skortur er á „hitastillandi“ leiðtogum sem setja stefnuna og rata hana af skynsemi og forsjálni. Við þurfum pólitískan vilja og samvinnu til að koma Reykjanesbæ og Íslandi upp úr skuldafeninu, auka atvinnu og framleiðslu til að knýja hagvöxt af stað aftur, til að tryggja að komandi kynslóðir verðir skildar eftir með byrgðar undirförulla loforða.

Eitt af aðal markmiðum og verkefnum leiðtoga í dag er að skapa umhverfi þar sem fólk finnur sig knúið til að breyta sínum aðstæðum. Það er þörf á nýjum leiðtogum með nýja sýn á framtíðna. Hvað getur þú lagt til?

Taktu þátt því þetta er samfélagið þitt og mikilvægt að rödd þín heyrist!

Kristinn Þór Jakobsson Bæjarfulltrúi Framsóknar í Reykjanesbæ Verkefnastjóri hjá MSS, meistaranemi í HÍ og matreiðslumeistari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband