Ræða á bæjarstjórnarfundi Reykjanesbæjar þriðjudaginn 17. maí 2011

Forseti ágætu bæjarfulltrúar góðir áheyrendur.

Mér er það ljúft að hrósa þeim sem það eiga skilið fyrir greinargóð svör.  Þegar maður les svörin við þeim spurningum sem ég lagði fram fær maður aukna trú á stjórnsýslunni Reykjanesbæjar og endurskoðanda fyrir að gefa ítarleg og faglega unni svör.

Í skýrslu endurskoðenda er margt forvitnilegt að sjá, svona til gamans má sjá t.d. að orðið óvissa kemur fyrir 9 sinnum.  5 sinnum kemur orðið rekstrarhæfi fyrir og yfirleitt er orðið óvissa er skammt undan.

Það vekur athygli einnig að í svörum við spurningum mínum við útreikning á virði skuldabréfsins á Magma er vísitala álverðs ekki notuð heldur aðeins við vexti 3.5%. sem fjárfestir geri ég fyrirvara á útreikningi á virði bréfsins.

Bæjarsjóður, Reykjaneshöfn og fasteignir Reykjanesbæjar búa í dag við gríðarlega lausfjárskort. En hvað er hægt að gera til að bjarga fjármálum Reykjanesbæjar?

Til að vinna buga á lausafjárvandaum þarf í raun að selja vel flestar seljanlegar eignir Reykjanesbæjar.

Fjárfestar eða lánadrottnar Reykjaneshafnar fara fram á að bæjarsjóður leggi höfninni til 1 milljarða króna á árinu 2011 til að þeir verði fáanlegir  til að lengja lánstíma annarra lána. En til að gera rekstur Reykjaneshafnar sjálfbæran þannig að hún geti greitt eitthvað uppí 5.600 miljóna króna skuld sinni,  þá þarfa að fara sjá til tekna af Kílsveri og  Álveri og einnig þarf að selja lóðir undir meiri starfsemi. Hér er mikil og stór óvissa.  En við skulum vona það besta.

Til að bærinn geti lagt höfninni þessar 1000 milljónir er nauðsynlegt er að selja skuldabréf sem fékkst fyrir söluna i Hitaveitu Suðurnesja. Þá eru um 5.700 miljóna króna skammtímaskuld sem að hluta til er búið að endurfjármagna.  Þrátt fyrir það verður greiðsla næsta árs afborgana skammtímaskulda  3.000 milljónir. Því verður að ráðast í endurfjármögnun þessara lána því vonlítið er að rekstur bæjarsjóðs nái að skila þessum upphæðum.

Þessvegna verður jafnvel nauðsynlegt að selja eitthvað af hlut Reykjanesbæjar í HS Veitum til að grynnka á skuldastabbanum. 

Meirihlutinn með bæjarstjórann í broddi fylkingar hefur tala fyrir betri bæ og bættu mannlífi í Reykjanesbæ. Hann hefur átt sér drauma, já stóra drauma um að auka hér velsæld með tilkomu þúsunda starfa, nýjum tækifærum framtíðarsýn um betra mannlíf hér í Reykjanesbæ. Framtíðarsýnin var byggð á afar veikum grunni óskhyggju án raunsæis því hefur framtíðarsýnin breyst í martröð hins vinnandi og hugsandi manns, allar íbúa Reykjanesbæjar. Jú reikningurinn mun allur verða okkar,  já hann lendir að lokum hjá okkur íbúum Reykjanesbæjar. Við verðum í framtíðinni að sætta okkur við lakari þjónustu, verri lífskjör, aukna skatta og útgöld til að gera rekstur bæjarfélagsins okkar sjálfbærann.

Þá er sá draumur sem því miður er að breytast í martröð, martröð þeirra sem hér sitja í meirihluta og vilja ekki horfast í augu við sannleikann veruleikann. Það þýðir ekki að kenna neinum nema okkur sjálfum um að draumurinn rættist ekki. Draumurinn var eins og draumar eru venjulega,  ekki byggður á raunhyggju.  Það vantaði gagnrýna hugsun og þor til að mæta erfiðleikum á réttan hátt.

 Mér finnst allaf leitt að Árni Sigfússon háttvirtur bæjarstjóri og bæjarfulltrúi,  vinnur ekki með okkur hinum í bæjarstjórn að því aðkoma málum íhöfn, hann er ekki trúr sínum eigin orðum um samvinnu og samstöðu heldur uppteknum hætti og ræður sínum ráðum sjálfur án samráðs og umræðu.

Mér hefur stundum fundist það samstarf sem bæjarstjóri  bíður uppá vera falið í orðum fyrrverandi borgarstjóra sem hún lét hafa eftir sér á síðasta kjörtímabili „samstarfið hefði gengið vel hefði hann samþykkt allt sem við vorum búin að ákveða“

Kaup Reykjanesbæjar  á hlut í Íslending ehf er getið í endurskoðunarskýrslu og einnig er þar tíundað að samþykki bæjarráðs eða bæjarstjórnar lá ekki fyrir þegar kaupin áttu sér stað. Þau kaup og sú stjórnsýsla hefur enn sem komið er ekki verið rædd hvorki í bæjarráði né bæjarstjórn.  Þetta eru kaup á órekstarhæfu fyrirtæki útí bæ sem bæjarsjóður hefur lánað rúmlega 100 milljónir, fjárfest í fyrirtæki sem skuldar 550 milljónir en á eignir uppá 440 milljónir, umræðulaust og án ákvarðanatöku í bæjarstjórn eða bæjarráði.

Annað mál sem mér finnst mun alvarlegra er stjórnsýsla bæjarstjóra eða vanvirðing við góða stjórnsýsluhætti.  Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna sendi bréf stílað á Bæjarstjórn Reykjanesbæjar. þrátt fyrir að sína bréfið frá nefndinni barst hafa  13 bæjarráðsfundir og 6 bæjarstjórnarfundir verið haldnir, hefur bæjarstjóri ekki séð tilefni til að kynna bæjarráði eða bæjarstjórn innhald þess eða svarinu sem dagsett er 4 apríl s.l.

Þetta þykir mér vítaverð stjórnsýsla og í því ljósi hef ég í dag Eftirlitsnefndina með fjármálum sveitarfélaga, ósk um að hér eftir verði allir bæjarfulltrúar í  bæjarstjórn Reykjanesbæjar, ég upplýstur um öll samskipti milli nefndarinnar og Reykjanesbæjar í hvaða formi sem þau kunna að verða.

Í framhaldi af þessu óska ég eftir að bóka eftirfarandi.

 

Kristinn Þór Jakobsson, leggur fram eftirfarandi bókun: 

 

Eftir að hafa lesið ársreikninga Reykjanesbæjar fyrir árið 2010 og meðfylgjandi endurskoðunarskýrslu, koma í ljós stórkostlegar brotalamir í stjórnsýslu Reykjanesbæjar sem eru ámælisverðar. Ljóst er að ráðist hefur verið  í framkvæmdir og kaup á hlutafélagi óskyldu rekstri bæjarfélagsins, án umræðu og afgreiðslu í bæjarráði eða bæjarstjórn. Um er að ræða  kaup á hlut í Íslendingi ehf. sem er fjárfesting án heimildar í órekstrarhæfu hlutafélagi. Hlutafélag  sem bærinn var áður  búinn að lána rúmar 100 milljónir  til rekstrar og framkvæmda og  sem að auki skuldar 110 milljónir umfram eignir. 

Öllu alvarlegra er sú leynd sem hvílir yfir samskiptum bæjarins og Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.  Bæjarstjóri hefur haft  6 bæjarstjórnarfundi og 13 bæjarráðsfundi til að leggja fram aðvörunarbréf dagsett 9. febrúar sl., frá EFS  sem stílað er á Bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Bæjarstjóri svaraði bréfi EFS þann 4. apríl. Slík samskipti eiga að vera uppi á borðum og aðgengileg bæði fyrir bæjarfulltrúa sem og íbúa bæjarins.  Í 74 gr. Sveitarstjórnarlaga er skýrt kveðið á um samskipti nefndarinnar við sveitarstjórnir. Bæjarstjóra ber að fara eftir þeim lögum. Annað er ámælisvert og brýtur í bága við góða og eðlilega stjórnsýsluhætti.

Íbúar í Reykjanesbæ eiga betra skilið.

 

Meira af þessum málefnum síðar. 


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband