Samvinna = árangur
9.4.2010 | 23:42
Eru sveitarstjórnarmenn á Reykjanesi í handbremsu hugarfarsins? Sjá þeir ekki framtíðina þrátt fyrir að hún sé beint fyrir framan þá. Framtíðarnefnd S.S.S. boðaði til opins málþings um framtíðarskipan Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 22. mars sl. í Garði. Þar flutti ráðgjafi nefndarinnar fróðlega samantekt lýsti kostum um framtíðarskipa í samstarfi sveitarfélaganna á Suðurnesjum:
1. að sveitarfélögin sameinuðust.
2. að starfsemi S.S.S. yrði breytt og rekstur stofnana og fyrirtækja yrði færður út í sveitarfélöginn og S.S.S. yrðir einskonar pólitísk hagsmunasamtök svæðisins.
3. að S.S.S. yrði eflt og tæki að sér fleiri og stærri mál er varað sveitarfélögin á Suðurnesjum.
Málþingið sóttu margir núverandi og tilvonandi sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum og töluðu um málefni sem brunnu á þeim. Að ekki væri nóg að hittast einn laugardag á ári á aðalafundi S.S.S. Það þyrfti að efla samstarfið og tryggja rétt minnihlutans. En eins og kunnugt hefur verið í fréttum á undanförnu kjörtímabili hefur samstarf innan S.S.S.undanfarin ár einkennst af togstreitu og vantrausti.
Umræðan á málþinginu var eingöngu um annan og þriðja kost ráðgjafans. Nánast enginn um fyrsta kostinn, sameiningu. Einn ræðumanna taldi að sveitarstjórnir hefðu ekki umboð til að ræða sameiningu þar sem síðustu sameiningartillögur hefðu verið kolfeldar í kosningum.
Við verðum að leita allra leiða til að hagræða, til að styrkja grundvöll búsetu hér á svæðin í ljósi atvinnuástands á Reykjanesi og ekki- aðgerða ríkisstjórnarinnar.
Því er erfitt að tryggja að minnihluti sveitarfélaga fái einhverju ráðið í krafti íbúa hlutfalls þar sem Reykjanesbær trjónir yfir og það þótt öll hin sveitarfélögin sameinist um mál. Styrkur hina smáu felst í samvinnu.
Sveitarstjónarmenn á Reykjanesi vita að skynsamlegast er að vinna saman að hagsmunamálum íbúa. Þeir vita það líka að sameining sveitarfélaga á Reykjanesi er yfirvofandi ef ekki með góðu þá með lagasetningu frá ríkisstjórn. Betra er að sameinast með samkomulagi en undir lagavaldi. Sameining sveitarfélaganna er óumflýjanleg. Því er augljóst að hefja verður samræðu um hvaða leið(ir) eigi að fara í sameiningu sveitarfélaga á Reykjanesi. Hagur íbúa svæðisins er best borgið með samvinnu. Þannig tryggjum árangur.
Ein af þeim leiðum sem ráðgjafinn tiltók ef sveitarfélög tækju þá ákvörðun að sameinast var Bodö líkanið. Þar sem 5 sveitarfélög sameinuðust í eitt. Þar er fjöldi bæjarfulltrúar 39 og auk þess er kosið í 5 hverfaráð eitt fyrir hvert sveitarfélags sem sameinaðist. Þessi tillaga fékk enga umræðu á málþinginu . Eru núverandi sveitarstjórnamenn á Reykjanesi algerlega sneiddir framsýni eða vilja þeir ekki horfast í augu við raunveruleikan sem blasir við þeim? Ég skora á alla þá er sóttu málþingið og íbúa á öllu Reykjanesi að taka úr handbremsu hugarfarsins og skoða og ræða fyrsta kost Framtíðarnefndarinnar S.S.S. sameiningu. Bodö líkanið er góð byrjun á þarfri umræðu.
viljir þú leggja orð í umræðuna þá gerðu það hér fyrir neðan í athugsemdir eða sendu mér tölvupóst kristinnjakobsson(hjá)gmail.com www.xbreykjanesbaer.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.