Færsluflokkur: Trúmál

Áskorun til ríkisstjórnar Íslands.


Við íbúar Reykjanessins eru orðnir langþreyttir á atvinnuleysinu -  þjóðarplágu sem allt og alla ætlar að drepa. Þeir vonarneistar, sem tekist hefur að kveikja í augum íbúanna, hafa fljótlega breyst í útkulnuð kol þegar ráðamenn þjóðarinnar tjá sig um atvinnuuppbyggingu á Reykjanesi.

Fyrirtækið ECA kom fyrst til Íslands  vorið 2009 til að kanna möguleika á staðsetja hér á landi verkefni sem þeir höfðu unnið að í fimm ár. Verkefnið er leigja út 18 vopnlausar  rússneskar þotur af gerðinni Sukhoi Su-35Mk (Flanker D).  Þessi þota er flaggskip rússneskra flugvélaiðnaðarins. Þetta er í fyrsta skipt sem Rússar selja slíkar flugvélar til þjóða innan NATO. Ætlunin er að starfrækja hér þjálfunar- og viðhaldsstöð fyrir þoturnar. Þjálfa þarf flugmenn og flugvirkja til að annast þessa þjónustu .

150-200 störf.

Áætlað er, ef og þegar starfsemin er komin í fullan rekstur, að þá starfi 150- 200 starfsmenn hjá fyrirtækinu búsettir á Íslandi og þá eru ótalin afleidd störf sem alltaf fylgja rekstri sem þessum. Þótt að vélar ECA hafi verið byggðar sem herþotur verða þær vopnlausar og flogið til annara landa til að þjálfa varnarviðbrögð vinveittra þjóða.

Fyrirtækið ECA  leigir út þyrlur og tæki til þjálfunar í friðsamlegum tilgangi. Það selur þjónustu sína eingöngu til ríkisstjórna. Það starfar og hefur starfað með ríkistjórnum  Bandaríkjanna, Hollands, Kanada, Belgíu og Síngapúr og Nato. ECA er undir ströngu eftirliti. Fyrirtækinu er aðeins leyft að starfa með ríkisstjórnum og starfsmönnum þeirra. Það forðast að starfa með löndum þar sem stjórnmálaumhverfið er óstöðugt eins og Ísrael, Tævan, Pakistan, Jemen, Lýbíu og Líbanon svo nokkur lönd séu nefnd.

Besta staðsetningin.

En hvers vegna Keflavíkurflugvöllur?  ECA leitað fyrst til kanadískra stjórnvalda en fengu synjun þar sem fyrir er í landinu samskonar fyrirtæki,  TOP ACES.  Keflavíkurflugvöllur er ákaflega vel í sveit settur vegna landfræðilegrar legu sinnar  mitt á milli tveggja heimsálfa. Aðstaðan er fyrir hendi í lítt  notuðum flugvelli og yfirgefinni herstöð með ónotað húsnæði og innviði sem gagnast starfsemi fyrirtækisins.  

Flugakademía Keilis að Ásbrú styrkist með komu fyrirtækisins.   Starfssemin fer vel saman við stefnumótun KADECO varaðandi umbreytingu Keflavíkurflugvallar.  Flugakademía Keilis gæti séð um menntun og þjálfun flugmanna og flugvirkja og með því rennt styrkari stoðum undir það frábæra starf sem þegar hefur verið unnið á þeirra vegum.

Verði  Landhelgisgæslan flutt í þá aðstöðu, sem henni stendur til boða á Keflavíkurflugvelli, þá verða ótvíræð samlegðaráhrif.  ECA á og leigir út þyrlur til flutninga í friðsamlegum tilgangi og verður væntanlega að staðsetja þyrlur hér á landi samfara þjálfun flugmanna sinna. Að mínu mati  gæti þetta  styrkt öryggis- og björgunarhlutverk Landhelgisgæslunnar til framtíðar.  Aukin flugumferð gæti einnig haft jákvæða áhrif á rekstur Keflavíkurflugvallar

Við íbúar Reykjanesbæjar, eldri en fjögurra vetra,  ólumst  upp við gný  og hávaða frá þotum varnarliðsins þegar það var hér.   Hávaðinn í herþotunum hér á árunum áður var aðallega er vélarnar voru að taka á loft, með allt á útopnuðu, í veg fyrir rússneskar sprengjuflugvélar sem flugu inn í íslenska lofthelgi. Oft heyrðist ekki mannamál í nokkrar mínútur á meðan 4-6 þotur tóku á loft. En EAC er allt annars eðlis. ECA er ekki her eða varnaraðili. Vélarnar taka ekki á loft í neinum flýti.  Þess vegna þarf ekki að heyrst meira í þeim en venjulegum farþegaþotum sem fara í loftið oft á dag án þess að við tökum eftir því.

Ég skora á ríkisstjórn Íslands að  í stað þess að standa í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu á Reykjanesi greiða hún götu þessa verkefnis. Ríkisstjórnin þarf þess, íbúar á Reykjanesi þurfa þess Ísland þarfnast þess.

Kristinn Þór Jakobsson. Höfundur er viðskiptafræðingur og íbúi í Reykjanesbæ.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband